Söknuður
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Ásrún Jónsdóttir
Ég man þá stund, er með þér fyrr ég undi
og munarsæla drauma ástin bjó.
Nú er það liðið, lífs míns gleði hrundi.
Ég leita sælu, finn þó hvergi ró.
Og hvar er ljós, er lýsi vegu mína,
og leiðarsteinn, er sýni rétta braut?
Ég endurkalla einatt samfylgd þína,
sem eflir mig að sigra hverja þraut.
Heyr, vonin blíð. þú vörður lífsins gæða,
sem veitir huggun, þegar gleðin dvín.
Ó, birstu nú mín sorgarár að græða
og segðu bráðum fegri dagur skín.
Og hvar er ljós, er lýsi vegu mína,
og leiðarsteinn, er sýni rétta braut?
Ég endurkalla einatt samfylgd þína,
sem eftir mig að sigra hverja þraut.
Heyr, vonin blíð, þú vörður lífsins gæða,
sem veitir huggun, þegar gleðin dvín.
Ó, birstu nú mín sorgarsár að græða
og segðu bráðum fegri dagur skín.